Mörk

Biðlund

Bókaklúbbar Forlagsins

Nú geta aðdáendur hins geysivinsæla Jo Nesbø sannarlega tekið gleði sína því von er á glænýrri bók eftir kappann á fimmtudaginn. Bókin heitir Blóð í snjónum og er fyrsta bókin um söguhetjuna Ólaf. Ólafur er leigumorðingi – og „afgreiðir“ aðallega fólk sem á það skilið. Líf hans er einmanalegt, því hvernig á maður eins og hann að geta átt eðlileg samskipti við aðra? Loks hittir hann draumadísina en vandamálin eru óyfirstíganleg: ...
Arnaldur Indriðason fékk sérstaka heiðursviðurkenningu þegar Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2015 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Viðurkenningin er veitt einstaklingi sem þykir með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og þannig stuðlað að jákvæðu umtali um land okkar og þjóð. Í ræðu sinni um Arnald sagði Vilborg Einarsdóttir, formaður úthlutunarnefndar og stjórnar Íslandsstofu, m.a.: „Fátt er lítilli þjóð jafn mikilvægt og að lifandi bókmenntir séu skrifaðar á tungu ...
Varúð! Í þessari bók eru risaeðlur sem éta fólk! Næsta fimmtudag kemur út fyrsta bókin í bókaflokknum um bernskubrek Ævars vísindamanns, Risaeðlur í Reykjavík. Áður en Ævar varð vísindamaður var hann bara venjulegur strákur ... eða kannski ekki alveg venjulegur. Hann langaði til dæmis ekkert að eiga vini og talaði helst ekki við neinn nema köttinn sinn, hann Einstein. En á ellefu ára afmælisdaginn hans breyttist allt! Þetta er bók um ...
Hinn árlegi Opni dagur á Ásbrú í Reykjanesbæ verður haldinn hátíðlegur á uppstigningardag 14. maí milli kl. 13-16. Ævar vísindamaður er sérstakur gestur karnivalsins í ár og tekur á móti gestum og gangandi allan daginn. Ryksuguhanskar, reykfylltar sápukúlur, margra metra langt slímfyllt trog, límmiðar með myndum úr nýjustu bók Ævars, Risaeðlur í Reykjavík (já, það er að koma ný bók mjög, mjög fljótlega!), og sérstakur spurningaleikur þar sem þeir sem spyrja ...
Skutlubók Villa er komin út! 17 skemmtilegar skutlur og leikir sem sameina alla fjölskylduna. Það er enginn vandi að smíða listflugvél, geimskip eða ofurhetjuflaug, það eina sem þarf er dálítil sköpunargleði og góðar leiðbeiningar. Í Skutlubókinni kennir Vísinda-Villi krökkum á öllum aldri að búa til alls kyns skutlur úr einfaldasta efniviði í heimi – einu pappírsblaði! Með ímyndunaraflið að vopni má svo halda endalaust áfram, betrumbæta skutlurnar, búa til nýjar og ...

Mamma, pabbi, barn

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita