Íslandssaga A-Ö

Flækingurinn

Bókaklúbbar Forlagsins

Ævar Þór Benediktsson hlaut í ár hin eftirsóttu Bókaverðlaun barnanna, einu barnabókaverðlaunin sem valin eru af börnunum sjálfum. Verðlaunin hlaut hann fyrir Þína eigin þjóðsögu, en hún fékk flest atkvæði í kosningu sem 4500 grunnskólabörn á öllu landinu tóku þátt í. Ævar tók við verðlaununum í Borgarbókasafninu í Grófinni og skemmti gestum á eftir með vísindasmiðju. Bókaverðlaun barnanna hafa verið veitt árlega síðan 2002, einni frumsaminni og einni þýddri bók. Útbúið ...
Að venju veitti skóla- og frístundasvið Reykjavíkur barnabókaverðlaun sín á síðasta vetrardag, einni frumsaminni bók og annarri þýddri. Frumsamda bókin sem dómnefnd þótti skara fram úr af útgáfuflórunni 2014 var Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Í rökstuðningi dómnefndar var lögð áhersla á að gaman væri að lesa svona framúrskarandi vel skrifaða bók um hversdagslega hluti - hversdagsleg gleðiefni og áhyggjur venjulegra unglinga. Þakkarræða höfundar rímaði vel við þetta því hún hafði ...
Reykjavíkurnætur eftir Arnald Indriðason fékk prýðisgóða dóma í The New York Times og Chicago Tribune í síðustu viku. Í dómnum sem birtist í The New York Times er bókin sögð undirstrika góðan hátt þá eiginleika sem gera bækur Arnaldar ánægjulegar og einnig er farið fögrum orðum um Reykjavíkurnætur Chicago Tribune og bókaröðin um Erlend sögð vera til fyrirmyndar. Reykjavíkurnætur kom út hjá Forlaginu árið 2012 og fjallar um fyrsta mál lögreglumannsins Erlendar ...
Vilborg Davíðsdóttir segir gestum Hannesarholts, í myndskreyttu erindi, frá nýrri bók sinni Ástin, drekinn og dauðinn. Þar lýsir hún vegferð sinni og Hennar heittelskaða með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Bókin veitir í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og misst. En hún er ekki síður óður til kærleikans, hvatning til ...
Fimmtudaginn 23. apríl fögnum við fyrsta sumardegi. Því verður lokað á skrifstofu okkar á Bræðraborgarstíg 7 og í versluninni á Fiskislóð 39. Við óskum ykkur góðs sumars og minnum á að 23. apríl er ekki aðeins sumardagurinn fyrsti heldur líka dagur bókarinnar, afmælisdagur Halldórs Laxness. Við hvetjum ykkur því til þess að finna ykkur annað hvort sólríkan og fallegan stað eða hlýjan og notalegan stað (fer eftir veðri - seinni valkosturinn ...

Mamma, pabbi, barn

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita