Lífríkið

Maxímús músíkús kætist í kór

Bókaklúbbar Forlagsins

Skáldsagan Náðarstund eftir Hönnuh Kent, sem setið hefur í efsta sæti metsölulista Eymundsson undanfarnar tvær vikur, hlaut í gær magnaðan dóm hjá Kvennablaðinu. Í umfjölluninni segir Þráinn Bertelsson meðal annars: „Það rennur fljótlega uppfyrir mér að það sem ég er að lesa er alvöruskáldverk af hæsta gæðaflokki í frábærri þýðingu ... Á síðum bókarinnar er lesandinn leiddur inn í harðan fátæktarheim íslenskrar alþýðu á fyrrihluta 19. aldar. Það er vitur og ...
Á þessu ári eru fjörutíu ár síðan hin sívinsæla barnabók, Jón Oddur og Jón Bjarni (1974), kom út. Guðrún Helgadóttir, skapari þeirra bræðra og fjölmargra annarra ógleymanlegra persóna, á því fertugsafmæli í ár – sem rithöfundur. Í tilefni af þessu efnir Borgarbókasafn Reykjavíkur, í samstarfi við Bókmenntaborg í Reykjavík og Forlagið, til hátíðardagskrár fyrir aðdáendur á öllum aldri sem og væntanlega lesendur. Á sama tíma verður opnuð sýning tileinkuð höfundarverki Guðrúnar, ...
Rýmum fyrir jólabókunum! Lagersalan í fullum gangi, opið alla daga 10-19! Næg bílastæði og heitt á könnunni! LOKAVIKAN HAFIN!
Við kætumst! Vorum að fá glóðvolgt sýnishorn af Demantaráðgátunni eftir hinn geysivinsæla Martin Widmark. Demantar hverfa á óútskýrðan hátt úr skartgripabúð Múhameðs Karat. Allt bendir til að hinn ósvífni þjófur sé einn af starfsmönnum búðarinnar; Þórir, Sif eða Raggi. Lögreglan getur ekki leyst gátuna og því leitar Múhameð til bestu spæjaranna í bænum: Spæjarastofu Lalla og Maju! Martin Widmark er einn vinsælasti barnabókahöfundur Svíþjóðar og hefur selt þar meira en þrjár milljónir ...
Það þarf enginn að fá „ljótuna“ lengur! Þú finnur leiðarvísinn að ljómandi fallegri húð í nýjustu bók Þorbjargar Hafsteinsdóttur. Þar er meðal annars fróðleikur um góðar húðvörur og náttúrulegar meðferðir, girnilegar uppskriftir og skilvirk 4 vikna áætlun um afeitrun og uppbyggingu húðarinnar. Þorbjörg er reynslumikill heilsuráðgjafi og metsöluhöfundur sem hjálpað hefur mörgum að komast á rétta braut með breyttu mataræði og lífsmynstri. Þorbjörg er væntanleg til landsins í október og þá ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita