Bókaklúbbar Forlagsins

Í vikunni var tilkynnt um tilnefningar til Carnegie Medal og Kate Greenaway medal. Þetta eru ein virtustu barnabókaverðlaun Bretlands sem veitt eru árlega, annars vegar fyrir textabækur fyrir börn og unglinga og hins vegar fyrir myndabækur.  Tilnefningin er fyrsta skrefið í löngu ferli, í fyrstu umferð keppir 91 bók um Carnegie-verðlaunin og 71 um Kate Greenaway-verðlaunin, í febrúar verður hringurinn þrengdur þegar „langi listinn“ verður birtur og enn færri titlar ...
Í Saga þeirra, sagan mín skráir Helga Guðrún Johnsson ótrúlega kynslóðasögu þriggja sjálfstæðra kvenna og sviptir hulunni af sögum sem hafa legið í þagnargildi alltof lengi. Þegar Katrín Thorsteinsson giftist Eggerti Briem vorið 1901 og þau taka við búskap í Viðey tengjast auðugar og valdamiklar fjölskyldur. Katrín er sjálfstæð kona sem lætur hjartað ráða för og storkar gildum samfélagsins. Harmræn örlög hennar móta líf dóttur hennar, heimsborgarans Ingibjargar Briem – Stellu, ...
Þórarinn Eldjárn á 40 ára rithöfundaafmæli í ár og fagnar því með heilum þremur bókum; barnaljóðabókinni Fuglaþrugl og nafklakrafl sem kom út nú á dögunum, þýðingu á sígildu pólsku söguljóði sem ber titilinn Örleifur og hvalurinn og auðvitað ljóðabókinni frábæru sem kom út vor, Tautar og raular. Engin smá afköst! Sérstaklega þegar miðað er við hversu mikið gæðaefni er hér á ferð! Um Fuglaþrugl og naflakrafl: Ljóðabækur Þórarins Eldjárns með myndum eftir Sigrúnu Eldjárn ...
„Maja og Lalli eru ekki bara vinir heldur líka samstarfsfélagar. Þau stofnuðu Spæjarastofu Lalla og Maju. Þú veist ef til vill ekki hvað spæjari er? Jú, spæjari er eins og lögreglumaður, nema í venjulegum fötum. Spæjari rannsakar og fylgist með grunsamlegum persónum, tekur myndir og notar kíki. Að lokum næst bófinn.“ Það er með gleði og stolti sem við dreifum nýjustu barnabókinni okkar í dag, en það er Demantaráðgátan, fyrsta sagan ...
Nú fljúga bækurnar hver á fætur annarri út í heiminnog því ber að fagna! Vikan er þéttsetin útgáfuboðum hinna ýmsu höfunda svo ekki er úr vegi að gefa dálítið yfirlit: Miðvikudagur: Bryndís Björgvinsdóttir fagnar spánýrri bók sinni Hafnfirðingabrandarinn með 90s þemaboði í salarkynnum KEX Hostel við Skúlagötu. Hún lofar vel ígrunduðum 90s lagalista og Nirvana-köku svo þessu ætti enginn að missa af. Boðið hefst kl. 17. Fimmtudagur: Ófeigur Sigurðsson býður til ...
Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita