Passíusálmarnir

Þórarinn eldjárn Tautar og raular

Bókaklúbbar Forlagsins

Þórarinn Eldjárn og Anton Helgi  Jónsson lesa úr nýjustu verkum sínum í bókabúð Máls og Menningar í dag, 23.apríl, klukkan 17. Á meðan Anton gerir sig heimakominn mun Þórarinn Tauta en láta aðra um að raula. Frumflutt verður lag sem hefur samið var við eitt ljóða Þórarins úr bókinni Tautar og raular sem kom út rétt fyrir páska. Bók Antons Helga, Tvífari gerir sig heimakominn, kemur rjúkandi fersk úr prentsmiðjunni og beint ...
Þann 12. apríl síðastliðinn voru liðin 230 ár frá fæðingu Hans Jónatans, fyrsta þeldökka mannsins sem vitað er að hafi sest að á Íslandi. Hans Jónatan ólst upp sem þræll á plantekru á St. Croix í Karíbahafi en settist að á Djúpavogi árið 1805 og bjó þar til dauðadags 1827. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, vinnur nú að ritun ævisögu Hans Jónatans sem væntanleg er hjá Forlaginu í ...
Út eru komnar tvær nýjar smábækur um Kugg eftir Sigrúnu Eldjárn. Í Listahátíð taka Kuggur, Málfríður og mamma Málfríðar sig til og leggja sitt af mörkum til Listahátíðar í Reykjavík. Mamma Málfríðar byrjar reyndar á því að safna saman öllum mögulegum listum, gólflistum, innkaupalistum og félagalistum, en Kuggur og Málfríður eru fljót að leiðrétta misskilninginn. Þá snúa þau sér að hinum æðri listum og áður en við er litið eru þau ...
Í síðustu viku kynnti Kiljan niðurstöður könnunar sinnar um kanónuverk íslenskra bókmennta og kenndi þar ýmissa grasa. Niðurstöðunum var skipt niður í hina ýmsu lista, s.s. núlifandi höfundar, barnabækur,ljóð, kvenhöfundar o.s.frv. en sömuleiðis var tekinn saman heildarlisti en hér að neðan má sjá 10 efstu sæti hans: 1. Brennu-Njálssaga - Höfundur óþekktur 2. Sjálfstætt fólk - Halldór Laxness 3. Íslandsklukkan - Halldór Laxness 4. Ljóðmæli - Jónas Hallgrímsson ...
Í haust er væntanleg ný bók um stóra skrímslið og litla skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler. Bókin er enn í vinnslu hjá höfundum sínum sem gefa ekkert upp um söguþráðinn en þeir fengust þó til að varpa hulunni af nýjustu persónu bókaflokksins: sjálfum skrímslakisa. Bækurnar um skrímslin tvö og ævintýri þeirra hafa komið út víða um heim og nýlega komu þær út á fjórum tungumálum bara á ...

Ljóðasafn Gerðar Kristnýjar

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita