Kakkalakkarnir

Kindle

Bókaklúbbar Forlagsins

Tökur á kvikmynd sem gerð eftir bókinni Undur eftir R.J. Palacio eru hafnar, en meðal leikara eru stórstirnin Julia Roberts og Owen Wilson. Undur kom út í íslenskri þýðingu í byrjun árs 2015 og hlaut frábærar viðtökur. Í dómi sínum í Fréttablaðinu sagði Magnús Guðmundsson meðal annars að bókin væri „falleg margradda þroskasaga sem lesendur á öllum aldri ættu að hafa gaman af“. Bókin segir frá Ogga sem er tíu ára og ...
Þriðja bókin um ævintýri Doktor Proktors kemur út í dag! Jo Nesbø er einn allra vinsælasti spennubókahöfundur heims en það sem færri vita er að hann skrifar líka stórskemmtilegar, pínulítið klikkaðar og ótrúlega hugmyndaríkar barnabækur um ævintýri Búa, Lísu og hinn óviðjafnanlega Doktor Proktor. Í Doktor Proktor og heimsendir. Kannski. hefur skelfileg skepna úr geimnum hefur komið sér fyrir á jörðinni, nánar tiltekið í Noregi, og heimsendir er í nánd. Ef þú ...
Skáldsagan Ef þú vilt eftir hina dönsku Helle Helle hefur sannarlega vakið athygli undanfarna daga en um hana hafa birst einstaklega jákvæðir dómar í bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Helle Helle var gestur á Bókmenntahátíð í fyrra en Ef þú vilt var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs það ár. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi bókina en þetta er fyrsta bók höfundar sem kemur út á íslensku. Í dómi Fréttablaðsins gefur Magnús Guðmundsson bókinni fullt hús stiga, ...
Á dögunum sögðu við frá því að bók Gísla Pálssonar, Hans Jónatan - Maðurinn sem stal sjálfum sér, hefði verið þýdd á ensku og gefin út af hinu virta háskólaforlagi The University of Chicago Press. Gísli hyggt fylgja útgáfu bókarinnar eftir með fyrirlestraröð þvert yfir Bandaríkin og nú hafa borist fréttir af því að áhugi sé á kvikmyndaréttinum vestanhafs. Auk þess er von á heimildarmynd Valdimars Leifssonar um Hans Jónatan og ...
Næturgalinn eftir Kristin Hannah hefur sannarlega lagt heiminn að fótum sér. Þessi magnaða örlagasaga hefur heillað lesendur um allan heim, verið þýdd á 39 tungumál, selt yfir 1,5 milljón bækur, eytt 73 vikum á metsölulista New York Times (og er þar enn) og nú er væntanleg kvikmynd byggð á bókinni. Um helgina var tilkynnt um leikstjóra myndarinnar en það er Michelle MacLaren sem þekkt er fyrir að hafa leikstýrt þáttum í ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita