Lífríkið

Bókaklúbbar Forlagsins

Gunnar Helgason hlaut í gær Bókaverðlaun barnanna annað árið í röð fyrir bók sína Rangstæður í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt að undangenginni kosningu á heimasíðu Borgarbókasafnsins og í grunnskólum um allt land og í ár tóku tæplega 4000 börn og unglingar þátt. Rangstæður í Reykjavík er þriðja bók Gunnars um fótboltastrákinn Jón Jónsson og vini hans en bókaflokkurinn hefur vermt efstu sæti metsölulista undangengin ár og glatt þúsundir lesenda á ...
Endurprentun af skáldsögu Ólafs Gunnarssonar, Tröllakirkju í enskri þýðingu David McDuff og Jill Burrows, er komin í verslanir en hún hefur verið uppseld í nokkurn tíma. Bókin kom upphaflega út á íslensku 1992 og var síðan gefin út á ensku af breskum útgefenda í tveimur prentunum en er löngu uppseld. Endurprentunina prýðir glæsilegt málverk Karólínu Lárusdóttur. Tröllakirkja er efnismikil og dramatísk skáldasaga þar sem spurt er um sektina og fyrirgefninguna, manninn og ...
Í næstu viku er von á tveimur spánýjum og afskaplega spennandi bókum tveggja spánýrra höfunda! Hér kveða sér hljóð nýjar raddir í íslensku bókmenntalífi en um er að ræða þau Soffíu Bjarnadóttur og Sverri Norland. Kvíðasnillingarnir er fyrsta skáldsaga Sverris Norland og hlaut nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Hér helst óvenjuleg stílgáfa í hendur við gráa íróníu, einlæga samkennd og óþrjótandi hugmyndagleði. Þetta er bók sem á erindi við samtíma sinn, ...
Fimmtudaginn 18. september næstkomandi verður Einar Már Guðmundsson sextugur. Sama dag gefur Forlagið út safn ljóða hans á ensku, On the Point of Erupting, í þýðingu margra okkar helstu þýðenda. Silja Aðalsteinsdóttir ritstýrði bókinni og ritar formála. Einar fagnar útgáfu bókarinnar á sjálfan afmælisdaginn í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi, frá kl. 17-18. Komið og fagnið með skáldinu! Allir velkomnir og léttar veitingar í boði. Hér má finna frekari upplýsingar
Hin heimskunna bandaríska skáldkona Amy Tan er væntanleg til landsins í vikunni í tengslum við ráðstefnuna Art in Translation. Mun hún halda fyrirlestur um verk sín í Hörpu föstudaginn 19. september kl. 20. Amy er íslenskum lesendum að góðu kunn því fjórar af skáldsögum hennar hafa verið þýddar á íslensku, Leikur hlæjandi láns, sem Forlagið endurútgefur í tengslum við komu Amyar, Kona eldhúsguðsins, Dóttir himnanna og Dóttir beinagræðarans. Amy Tan mun svara ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita