Bonita Avenue

Bókaklúbbar Forlagsins

Þrjár af vinsælustu bókum jólabókaflóðsins eru nú komnar út í kiljuformi. Táningabók er þriðja og síðasta endurminningaverk Sigurðar Pálssonar og segir frá þeim tíma þegar Sigurður flutti til Reykjavíkur til þess að hefja nám. Hér verður skáldið Sigurður Pálsson til. Fyrri bækurnar tvær, Minnisbók og Bernskubók, voru báðar lofaðar af gagnrýnendum auk þess hlaut Minnisbók íslensku bókmenntaverðlaunin. Skálmöld er fjórða bókin í Sturlungabálki Einars Kárasonar en jafnframt sú fyrsta: hér ...
Á dögunum gaf Forlagið út bókin Aftur á kreik sem hefur sannarlega vakið umtal undanfarna daga og sömuleiðis hlotið prýðisgóðan dóm, heilar fjórar stjörnur, í Fréttablaðinu. Aftur á kreik segir frá því þegar Adolf Hitler vaknar einn góðan veðurdag árið 2011 í almenningsgarði í Berlín eftir að hafa sofið frá árinu 1945. Hann veit ekkert hvað hefur gerst í millitíðinni en hyggst halda sínu striki hvað sem á dynur. Þeir sem ...
Í dag fögnum við útgáfu lykilrits metsöluhöfundarins Piu Mellody um meðvirkni sem er nú í fyrsta skipti fáanleg á íslensku. Meðvirkni er ástand sem getur haft áhrif á allt líf okkar, fjölskyldu og frama, hugsanir, tilfinningar og hegðun. Ef þeir sem haldnir eru meðvirkni leita sér ekki hjálpar geta þessi áhrif orðið eyðileggjandi og endað í vítahring sem afar erfitt er að komast út úr. Meðvirkir einstaklingar hafa lagað sig að óeðlilegum ...
Á fimmtudaginn kemur út ný bók eftir sjálfa matmóður Íslendinga, Nönnu Rögnvaldardóttur, og ber hún titilinn Ömmumatur Nönnu. Margir réttir sem fólk ólst upp við eða fékk hjá ömmu eru nú sjaldséðir. Þetta er þó góður og umfram allt heimilislegur matur sem kveikir notalegar minningar og er ómissandi hluti af íslenskri matarhefð. Hér eru um 80 uppskriftir að mömmuog ömmumat; súpum og sósum, kjöt- og fiskréttum, grautum, búðingum, brauði og kökum. ...
Ljósmyndarinn Ragnar Th. Sigurðsson opnar á laugardaginn nýja sýningu, Ljósið, í Gerðarsafnið í Kópavogi kl. 15, samhliða opnun árlegrar sýningar Blaðaljósmyndarafélags Íslands á bestu myndum ársins 2014. Ragnar Th. er þekktur fyrir einstæðar náttúruljósmyndir sínar. Hann hóf feril sinn sem blaðaljósmyndari, en fór fljótlega að starfa sjálfstætt. Hann á að baki yfir 30 ára ljósmyndaferil og ferðast reglulega á heimsskautasvæðin í leit að viðfangsefni fyrir verk sín sem hvergi annars staðar ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita