Passíusálmarnir

Þórarinn eldjárn Tautar og raular

Bókaklúbbar Forlagsins

Út eru komnar tvær nýjar smábækur um Kugg eftir Sigrúnu Eldjárn. Í Listahátíð taka Kuggur, Málfríður og mamma Málfríðar sig til og leggja sitt af mörkum til Listahátíðar í Reykjavík. Mamma Málfríðar byrjar reyndar á því að safna saman öllum mögulegum listum, gólflistum, innkaupalistum og félagalistum, en Kuggur og Málfríður eru fljót að leiðrétta misskilninginn. Þá snúa þau sér að hinum æðri listum og áður en við er litið eru þau ...
Í síðustu viku kynnti Kiljan niðurstöður könnunar sinnar um kanónuverk íslenskra bókmennta og kenndi þar ýmissa grasa. Niðurstöðunum var skipt niður í hina ýmsu lista, s.s. núlifandi höfundar, barnabækur,ljóð, kvenhöfundar o.s.frv. en sömuleiðis var tekinn saman heildarlisti en hér að neðan má sjá 10 efstu sæti hans: 1. Brennu-Njálssaga - Höfundur óþekktur 2. Sjálfstætt fólk - Halldór Laxness 3. Íslandsklukkan - Halldór Laxness 4. Ljóðmæli - Jónas Hallgrímsson ...
Í haust er væntanleg ný bók um stóra skrímslið og litla skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler. Bókin er enn í vinnslu hjá höfundum sínum sem gefa ekkert upp um söguþráðinn en þeir fengust þó til að varpa hulunni af nýjustu persónu bókaflokksins: sjálfum skrímslakisa. Bækurnar um skrímslin tvö og ævintýri þeirra hafa komið út víða um heim og nýlega komu þær út á fjórum tungumálum bara á ...
Nú um stundir dvelur hópur íslenskra listamanna, undir forystu Ragnars Kjartanssonar, í Vínarborg og hafa þau umbreytt listasafni í kvikmyndaver og vinna að því að taka upp mynd byggða á Heimsljósi Halldórs Laxness. Verkið nefnist Höll sumarlandsins og er framhald á verki sem Ragnar og Kjartan Sveinsson, tónlistarmaður, settu upp í Volksbühne í Berlín fyrr á þessu ári. Heimsljós hefur lengi verið Ragnari hugleikið. „Heimsljós er verk sem fjallar um listamanninn ...
Forlagið fer í stutt páskaleyfi á næstu dögum en hér að neðan má finna afgreiðslutímana okkar yfir páskana: Verslun Forlagsins að Fiskislóð 39: Fimmtudagur 17. apríl – Lokað Föstudagur 18. apríl – Lokað Laugardagur 19. apríl – Opið 11-15 Sunnudagur 20. apríl – Lokað Mánudagur 21. apríl – Lokað Þriðjudagur 22. apríl – Opið 10-18 Skrifstofa Forlagsins á Bræðraborgarstíg Fimmtudagur 17. apríl – Lokað ...

Ljóðasafn Gerðar Kristnýjar

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita