Liza Marklund Hamingjuvegur

Rótlaus Koomson

Bókaklúbbar Forlagsins

Forlagsskrifstofan iðar af spenningi þessa dagana. Ástæðan er að nú um mánaðarmótin er von á glænýrri bók eftir hinn sívinsæla Jussa Adler-Olsen! Bókin ber nafnið Stúlkan í trénu og er sjötta bókin um Deild Q. Stúlkan í trénu hefur hlotið mikið lof í Skandinavískum fjölmiðlum síðan hún kom út og fullt hús stiga hjá fjölda dagblaða, t.d. Jyllands-Posten, Ekstra Bladet og BT. Sagan hefst á því að eldri lögreglumaður hringir í Carl Mørck ...
Allir þekkja Múmínálfana en þessar vinsælu persónur úr smiðju finnsku listakonunnar Tove Jansson hafa nú fengið nýtt hlutverk. Múmínfjölskyldan er nefnilega býsna fróð og í nýjum harðspjaldabókum kenna þau yngstu lesendunum að þekkja litina. Áður hafði komið út bók í sömu röð þar sem Múmínálfarnir kenna yngstu aðdáendunum orð. Hún hefur lengi verið uppseld en er nú loks komin aftur. Bækurnar tvær henta múmínálfa-aðdáendum og litlum höndum frá 1 árs aldri en ...
Nú liggja fyrir tilnefningar til Ísnálarinnar (The IcePick) 2015 en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Tilnefningar eru kynntar á afmælisdegi Raymonds Chandler, 23. júlí, en hann er höfundur einnar af þekktustu glæpasögum allra tíma þar sem sem ísnál er notuð sem morðvopn. Í ár eru tilnefnd þessi verk: Afturgangan (Gjenferd) eftir Jo Nesbø í þýðingu Bjarna Gunnarssonar. ...
Ljós af hafi eftir M.L. Stedman er átakanleg saga um rétt og rangt – og þegar erfitt verður að greina þar á milli – sem setið hefur á metsölulistum vikum og mánuðum saman um allan heim. Báti skolar á land á afskekktri eyju úti á reginhafi. Um borð eru dáinn maður og grátandi barn. Vitavörðurinn og konan hans standa frammi fyrir erfiðu vali. Reglurnar eru skýrar en freistingin til að brjóta ...
Bókin sívinsæla Ég vil fisk eftir hina margverðlaunuðu Áslaugu Jónsdóttur er nú loks komin aftur! Í bókinni segir frá lítilli stelpu sem veit hvað hún vill. Hún vill fisk! En það er sama hvað hún segir foreldrum sínum það oft, aldrei skilja þeir hvað hún á við. Mamman og pabbinn eru öll af vilja gerð og færa dóttur sinni ýmislegt tengt fiskum – fiskabangsa, fiskabúning og púsluspil með fiski – en ...

Jo Nesbø Blóð í sjónum

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita