Liza Marklund Hamingjuvegur

Rótlaus Koomson

Bókaklúbbar Forlagsins

Leiksýningin um Unglinginn sló rækilega í gegn í Gaflaraleikhúsinu í fyrra en unglingunum Óla Gunnari og Arnóri liggur meira á hjarta og nú ætla þeir að skrifa bók. Hún ber vinnuheitið Leitin að tilgangi unglingsins – Smáfræðirit og verður að sögn höfundanna bók sem allir unglingar vilja lesa, líka þeir sem alls ekki nenna að lesa. Með unglingunum í liði er Bryndís Björgvinsdóttir, höfundur verðlaunabókarinnar Hafnfirðingabrandarans, en sjálf var hún ...
Á dögunum kom út glæný bók eftir ungan jarðfræðing, Snæbjörn Guðmundsson, sem ber nafnið Vegvísir um jarðfræði Íslands. Bókin fjallar á mannamáli um öll helstu jarðfræðiundur Íslands og frábær ferðafélagi fyrir alla þá sem hyggja á upplýsandi ferðalög um landið. Fjallað er um jarðfræði og jarðsögu 100 áningarstaða í öllum landshlutum, sagt frá því hvernig staðirnir mynduðust, hvað einkennir þá og síðast en ekki síst hvað þar er merkilegast að ...
Í tilefni að útkomu bókarinnar Vatnaveiði - árið um kring efnir höfundur bókarinnar, Kristján Friðriksson, til útgáfuhófs í Félagsheimili Ármanna, Árósum, Dugguvogi 13, miðvikudaginn 24. júní kl.17:30. Boðið verður upp kaffi og með því auk þess sem höfundur áritar bókina sem verður einmitt á kynningartilboði af þessu tilefni. Allir velkomnir! Vatnaveiði er gagnleg handbók um silungsveiði á Íslandi. Í henni er farið yfir heilt ár í lífi veiðimanns, allt frá undirbúningi og fluguhnýtingum ...
Ormstunga, þriðja bókin í bókaflokknum Þriggja heima sögu, hlaut á dögunum glæsilegan dóm í Fréttablaðinu. Þriggja heima saga hófst árið 2011 með Hrafnsauga, æsispennandi háfantasíu sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin. Ári seinna kom bók númer tvö, Draumsverð, sem einnig hlaut frábærar viðtökur. Friðrika Benónýsdóttir, gagnrýnandi Fréttablaðsins, gefur Ormstungu fjórar stjörnur og hefur dóminn á að árétta að Ormstunga sé alls engin unglingasaga heldur „fullvaxin fantasía fyrir allan aldur“. Auk þess segir hún: „... ...
Í október síðastliðinn hófst tilraunaverkefnið „Frá hugmynd að bók“. Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, var frumkvöðullinn að verkefninu en markmið verkefnisins var að efla áhuga barna á lestri með því að kynna þeim fyrir útgáfuferli bóka. Nemendur í 6. bekk í Grandaskóla tóku þátt í verkefninu og þann 5. júní kom út Bókin okkar sem inniheldur frumsamdar sögur, ljóð og teikningar. Í ferlinu fengu krakkarnir m.a. þekkta rithöfunda í heimsókn sem töluðu ...

Jo Nesbø Blóð í sjónum

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita